fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Bara þeir nánustu sem trúðu því sem Raggi Sig hafði að segja – „Þeir voru ekkert eðlilega móðgaðir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 18:00

Ragnar Sigurðsson. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem fór í loftið fyrir helgi.

Raggi Sig eins og hann er yfirleitt kallaður endaði ferilinn á Íslandi eftir gríðarlega góða dvöl í atvinnumennsku.

Raggi spilaði með liðum á borð við FCK, Krasnodar, Gautaborg, Fulham og Rostov en kom heim til Fylkis 2021 áður en skórnir fóru á hilluna.

Raggi vakti athygli fyrir um átta árum síðan fyrir leik Íslands og Króatíu er hann tjáði sig um heimsfræga framherjann, Mario Mandzukic.

Mandzukic lék á þessu tíma með Bayern Munchen en Raggi greindi frá því á þeim tíma að hann hefði ekki hugmynd um hver leikmaðurinn væri.

Margir töldu að Raggi væri að espa aðeins upp í Króötunum fyrir leik en hann harðneitar fyrir það og segir að hann hafi lítið getað fylgst með deildinni í Þýskalandi á þessum tíma.

,,Þetta voru ekkert stælar. Ég held bara að þeir sem eru mínir nánustu þeir eru þeir einu sem trúa því í dag að ég væri ekkert að grínast, fólk heldur ennþá að ég sé að ljúga og neita fyrir þetta,“ sagði Raggi.

,,Ég er ekkert að fylgjast með þýska boltanum og ég vissi ekkert hver hann var. Maður var ekki með neinar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi og það var ekki séns að sjá neina leiki. Þeir voru ekkert eðlilega móðgaðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona