fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Raggi upplifði leiðindarveður á Íslandi og standardinn ekki eins – ,,Kemur hingað með væntingar og svo hrynur það“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem fór í loftið fyrir helgi.

Raggi Sig eins og hann er yfirleitt kallaður endaði ferilinn á Íslandi eftir gríðarlega góða dvöl í atvinnumennsku.

Raggi spilaði með liðum á borð við FCK, Krasnodar, Gautaborg, Fulham og Rostov en kom heim til Fylkis 2021.

Þar gekk lítið upp en Raggi lék aðeins fimm leiki er Fylkir féll og var ekki lengi að leggja skóna á hilluna í kjölfarið.

Raggi var ekki lengi að taka ákvörðun um að hætta en hann gat ekki sýnt verkefninu í Árbænum þann metnað sem hann hefði viljað.

,,Menn eru að koma heim og geta svo ekki rassgat og ég var alveg meðvitaður um það. Ég vildi bara fara aftur í minn klúbb og ég ætlaði mér svoleiðis að rífa þetta í gang,“ sagði Raggi.

,,Svo er bara leiðindarveður og þetta er ekki á sama standard, allt bara, allt sem er í kringum fótboltann. Eftir svona viku þá er ég bara, ég er ekkert að fara að rífa þetta upp.“

,,Maður kemur hingað með einhverjar væntingar en svo bara hrynur það, ef þú ert ekki að nenna þessu þá er ekki séns að þú getir staðið þig vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun