fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Samúel Kári með góða innkomu í Grikklandi – FCK tapaði gegn OB

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. september 2022 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Kári Friðjónsson átti góða innkomu með Atromitos í Grikklandi í dag sem mætti Ionikos í efstu deild.

Samúel kom inná sem varamaður á 46. mínútu og skoraði ekki löngu seinna annað mark Atromitos.

Staðan var 1-0 fyrir Ionikos er Samúel kom inná en Atromitos átti eftir að bæta við fjórum mörkum í 4-1 sigri. Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu en fór af velli í hálfleik.

Einnig í Grikklandi lék Guðmundur Þórarinsson 77 mínútur með OFI Crete sem tapaði 2-1 heima gegn Panaitolikos.

Það fór fram Íslendingaslagur í efstu deild í Danmörku þar sem OB vann 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í tapinu og kom Orri Steinn Óskarsson inná seint í síðari hálfleik. Aron Elís Þrándarson kom inná hjá OB í uppbótartíma en Ísak Bergmann Jóhannesson kom ekkert við sögu hjá FCK.

Í Allsvenskunni lék Aron Bjarnason með Sirius sem þurfti að sætta sig við 3-2 heimatap gegn Varnamo.

Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði 15 mínútur fyrir Lilleström í Noregi sem vann 2-1 heimasigur á Stromsgodset.

Í Belgíu byrjaði Jón Dagur Þorsteinsson fyrir OH Leuven sem vann Charleroi í efstu deild þar í landi. Jón Dagur spilaði 61 mínútu í 3-2 sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Það sem Liverpool þarf að gera til að geta keypt Isak

Það sem Liverpool þarf að gera til að geta keypt Isak
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Í gær

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur
433Sport
Í gær

Áhugaverð kjaftasaga um Haaland

Áhugaverð kjaftasaga um Haaland
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn