fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Kristján Óli hjólar í kvennalandsliðið og skýtur föstum skotum á Vöndu – „Í hvað ætlaði hann að eiga hana inni? Jólahlaðborð í desember?“

433
Fimmtudaginn 8. september 2022 14:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru harðorðir í garð íslenska kvennalandsliðsins fyrir frammistöðu þess í 1-0 tapi gegn Hollandi í lokaleik undanriðils HM 2023 í fyrradag.

Ísland gat með jafntefli eða sigri tryggt sér beint sæti á HM. Vegna tapsins þarf liðið þó að fara í umspil.

Holland var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og ótrúlegt að liðið hafi ekki komist yfir. Seinni hálfleikur var þó töluvert skárri hjá íslenska liðinu. Hollendingar skoruðu hins vegar sigurmarkið í blálokin.

„Fyrri hálfleikurinn í gær er eitthvað það lélegasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég spyr: Hvað var leikplanið hjá Íslandi í gær? Glódís er í Bayern, Sara er í Juventus, Dagný er í West Ham, Berglind Björg er í PSG, Sveindís er í Wolfsburg. Það eru engar afsakanir,“ segir Mikael í Þungavigtinni„Ég sá aldrei þrjár sendingar á milli manna.“

Kristján tók í svipaðan streng. „Það var ekkert leikplan. Hann var að hanga á þessu núlli eins lengi og mögulegt var og að það hafi verið 0-0 í hálfleik, fótboltaguðirnir voru drottnandi yfir Utrecht. Þetta var ömurleg frammistaða. Það er alltaf talað um að það megi ekki gagnrýna hina og þessa, en það má gagnrýna.“

Hann skýtur þá á Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrir að nota ekki Amöndu Andradóttur í leiknum.

„Hann sagði að hann ætlaði að eiga Amöndu inni. Í hvað ætlaði hann að eiga hana inni? Jólahlaðborð í desember?“

Kristján skaut einnig á KSÍ og Vöndu Sigurgeirsdóttir, formann sambandsins, vegna þess hversu langan samning Þorsteinn ,  fékk fyrir lokakeppni EM í sumar.

„Ég velti fyrir mér hvort þetta vantraust sem Steini fær frá Vöndu, að gefa honum aðeins samning til 2026, hvort hann hefði ekki átt að fá fjögur ár í viðbót, til 2030 og fá vinnufrið,“ segir kaldhæðinn Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagði bless við félagana í Vesturbænum og heldur til Danmerkur

Sagði bless við félagana í Vesturbænum og heldur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“
433Sport
Í gær

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar
433Sport
Í gær

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Í gær

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Í gær

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin