fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Dæmdur í 99 ára fangelsi – Myrti skólabróður sinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 22:00

David Grunwald

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Erick Almandiger, 22 ára, dæmdur í 99 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og myrt skólabróður  sinn, David Grunwal, 2016.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í Alaska. Í henni segir að Almandiger  hafi ásamt þremur vinum sínum ítrekað lamið Grunwald með skammbyssu og hafi síðan læst hann inni á salerni.

Því næst óku þeir með hann í bílnum hans upp í Talkeetnafjöllin þar sem þeir myrtu hann. Að því loknu kveiktu þeir í bíl hans til að eyða öllum ummerkjum.

Gregory Heath, dómari málsins, sagði að misþyrmingarnar og morðið hafi verið „hryllilegt“ og sagðist ekki sjá að nein sérstök ástæða hafa verið fyrir þessu.

Af fjórmenningunum var það aðeins Almandiger sem þekkti Grunwald.

Hinir þrír voru einnig ákærðir fyrir morðið. Dominic Johnson var dæmdur í 99 ára fangelsi og Austin Barrett í 45 ára fangelsi. Bradley Renfro bíður enn dóms. Fjórmenningarnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi síðan 2016.

Við dómsuppkvaðninguna sagði Almandiger kjökrandi að hann „tæki fulla ábyrgð á dauða Grunwald“. „Hann var vinur minn. Hann var góður drengur. Ég drap vin minn. Það er það sem gerðist. Ég drap frænda einhvers. Son einhvers. Ég eyðilagði fjölskyldu einhvers,“ sagði Almandiger og bað fjölskyldu Grunwald afsökunar en hún hafði þá yfirgefið dómsalinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir