fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Danir undirbúa sig undir orkuskort í vetur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 15:00

Danir undirbúa sig undir veturinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska orkustofnunin, Energistyrelsen, hefur útbúið leiðbeiningar um hvernig er hægt að draga úr orkunotkun á opinberum vinnustöðum. Ástæðan fyrir þessu er að talin er hætta á að Danir muni glíma við orkuskort í vetur eins og margar aðrar þjóðir á meginlandinu. Auk þess er orkuverð í hæstu hæðum. Aðalástæðan fyrir því er skortur á gasi en lítið sem ekkert gas berst nú frá Rússlandi. Allt tengist þetta innrás Rússa í Úkraínu. Þessu til viðbótar hafa langvarandi þurrkar geisað víða í Evrópu sem gerir að verkum að vatnsaflsvirkjanir framleiða minna rafmagn en í venjulegu árferði.

Meðal þeirra ráðlegginga sem orkustofnunin setur fram er að hiti í skrifstofuhúsnæði og skólum verði takmarkaður við 19 til 20 gráður í vetur, að sólarsellur verði settar á þök opinberra bygginga og að dregið verði úr ljósanotkun á kvöldin og nóttinni.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Vincent Rudnicki, skrifstofustjóra hjá orkustofnuninni, að leiðbeiningarnar séu hugsaðar sem hugmyndir. Ekki sé um fyrirmæli að ræða. Hér sé um hugmyndir að ræða um hvernig sé hægt að spara orku ef þörf krefur.

Sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir þurfa ekki að lækka hitann ef til þess kemur að spara þurfi orku. Hjá sveitarfélögum og héraðsstjórnum er ekki hægt að gefa fyrirmæli um aðgerðir af þessu tagi, fyrst þarf að koma til lagabreytinga. Hjá ríkinu geta ráðherrar hins vegar gefið fyrirmæli um aðgerðir af þessu tagi.

Tillögurnar ná til um 380.000 opinberra starfsmanna.

Meðal sparnaðarráða er:

Að nota skynjarastýrð ljós.

Að hiti verði lækkaður sjálfvirkt á kvöldin, nóttinni og um helgar.

Að skrúfað verði fyrir heita vatnið inni á klósettum eða hitastig vatns verði takmarkað.

Starfsfólk fái fræðslu í hvernig sé hægt að nýta hita sem best og verði hvatt til að slökkva á prenturum, tölvuskjáum og ljósum.

Aðeins það vatn sem á að nota verði soðið.

Starfsfólk klæði sig minna á sumrin og meira á veturna.

Starfsfólk hafi fasta heimavinnudaga eða þess vegna heimavinnuvikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál