fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segja óhæfa einstaklinga vera tekna inn í lögreglunám – Kunna ekki að dæla bensíni á bíla eða opna vélarhlífina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunemar sem kunna ekki að opna vélarhlífina eða dæla bensíni á bíl. Þetta er raunveruleikinn í Svíþjóð í dag. Þingkosningar fara fram í landinu eftir nokkra daga og helsta kosningamálið eru lög og regla og kannski engin furða því hvergi í Evrópu eru fleiri skotnir til bana árlega en í Svíþjóð.

Stjórnmálamenn bregðast við kröfum kjósenda og lofa að fjölga lögreglumönnum en samt sem áður tekst ekki að nýta öll plássin í lögreglunáminu og sumir þeirra sem það stunda eru óhæfir sem lögreglumenn að mati reyndra lögreglumanna. Sumir eru sagðir hafa svo takmarkaða sænskukunnáttu að þeir geti ekki skrifað einfaldar skýrslu.

Þetta kemur fram í 200 sekunder sem er fréttaskýringaþáttur Aftonbladet.

Í þættinum er haft eftir Johan Siverland, sem hefur kennt við lögregluskólann í eitt ár og hefur verið lögreglumaður í 17 ár, að nú sé fjöldi lögreglunema markmiðið, ekki gæðin. Hann nefndi síðan nokkur dæmi sem hann hefur sjálfur upplifað í starfi sínu sem lögreglumaður.

Þar á meðal var að lögreglunemi ók á fótgangandi vegfaranda við lögregluskólann. Í stað þess að biðjast afsökunar og kanna hvernig vegfarandinn hefði það skammaði neminn hann og ók síðan á brott.

Lögreglunemi fékk spurningu í skriflegu prófi sem hljóðaði: „Hvernig áttu að taka á þessum þremur grunuðu ungmennum?“ Svarið var: „Ég handtek hóruungana.“

Lögreglunemi skaut kennara á æfingu. Kennarinn lék hlutverk ölvaðs manns sem hótaði að slá frá sér með áfengisflösku. Lögregluneminn sagði að áfengisflaskan væri lífshættulegt vopn og að þess vegna hafi verið réttlætanlegt að skjóta.

Einnig sagði hann að lögreglunemar hafa ekki kunnað að dæla bensíni á bíla. Þeir hafi dælt bensíni í rúðuvökvahólfið. Einnig séu dæmi um að þeir hafi ekki getað opnað vélarhlífina á innan við tíu mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu