fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Brynjólfur skoraði fyrsta deildarmarkið – Alfreð Finnboga lék fyrir Lyngby

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. september 2022 21:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Andersen Willumsson komst á blað fyrir lið Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Sandefjord.

Brynjólfur gerði annað mark Kristiansund í sigrinum og var þetta hans fyrsta í deildinni í sumar.

Í sömu deild spilaði Hólmbert Aron Friðjónsson 17 mínútur fyrir Lilleström sem tapaði 3-1 gegn Valerenga. Hólmbert kom inná sem varamaður í stöðunni einmitt 3-1.

Patrik Sigurður Gunnarsson fékk á sig fjögur mörk fyrir Viking sem tapaði 4-1 gegn Rosenborg. Kristall Máni Ingason var ekki með Rosenborg í leiknum.

Í Svíþjóð spilaði Valgeir Lunddal Friðriksson með Hacken sem gerðir 2-2 jafntefli við Degerfors.

Aron Bjarnason spilaði að sama skapi með Sirius í 1-0 tapi gegn Djurgarden og Sveinn Aron Guðjohnsen með Elfsborg í 3-2 sigri á Malmö.

Í Danmörku lék Alfreð Finnbogason sinn fyrsta leik með Lyngby sem tapaði 2-0 heima gegn Randers.

Alfreð kom inná sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Lyngby sem er á botninum með tvö stig eftir átta leiki.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður í 2-1 tapi OB gegn Viborg og var Elías Rafn Ólafsson bekkjaður hjá Midtjylland í 0-2 tapi gegn AaB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest