Erling Haaland, leikmaður Manchester City, setti met í leiknum vinsæla Fantasy Premier League um helgina.
Haaland skoraði fyrir Man City gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa og þar með tíunda markið sitt í deildinni í sumar.
Norðmaðurinn hefur byrjað stórkostlega hjá sínu nýja fyrirliði og voru 5,3 milljónir sem völdu hann sem fyrirliða í sínu liði í Fantasy.
Hann tekur þar með fram úr Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, sem átti metið sem stóð í 5,1 milljón.
Salah á fjögur af efstu fimm sætunum en hann var valinn fyrirliði ótrúlega oft á síðustu leiktíð.
Haaland er hins vegar nú orðinn vinsælasti fyrirliði leiksins frá upphafi svo stuttu eftir að hafa skrifað undir hjá ensku meisturunum.