fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Aron um umdeild orð Erlings: „Hefði alveg mátt bíða með þetta þar til á mánudaginn“

433
Sunnudaginn 4. september 2022 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut hófst að nýju eftir sumarfrí á föstudaginn. Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, og Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs sátu í íþróttasetti Hringbrautar í miðbænum og fóru yfir málin. Ræddu meðal annars um íslenska boltann en stórleikur umferðarinnar er viðureign Breiðabliks og Vals.

„Tap þar og þá fara allar hillur að hristast og skjálfa í Kópavogi,“ sagði Hörður.

Aron sagði að orð Erlings Agnarssonar um Breiðablik á dögunum gætu gert þá brjálaða sem væri ekkert endilega frábært fyrir Valsmenn. „Hann hefði alveg mátt bíða með þessi orð fram yfir mánudaginn,“ sagði hann léttur.

„Því miður fyrir okkur erum við ekki búnir að sjá marga off daga hjá Breiðablik í sumar. Það var leiðinlegt fyrir okkur að þeir áttu hann gegn Víkingum. Maður hefði viljað fá þetta á mánudag. En Blikar eru búnir að sýna það í allt sumar að þeir eru besta liðið á landinu og kannski 20-30 mínútur off gera þeir mistök sem Víkingarnir refsa fyrir. Annars fannst mér blikarnir spila sinn bolta í leiknum gegn Víking.

Við erum að fara reyna sækja þrjú stig á mánudag. Það má ekki gleymast að við fengum eina góða rasskellingu þarna fyrr í sumar og eigum harma að hefna.“

Hörður benti á að hinn hlutlausi stuðningsmaður vilji sjá að forskot Blika verði ekki of mikið fyrir úrslitakeppnina en þeir eru níu stigum á undan KA og 10 á undan Víking. Aron segir að öll liðin gætu unnið alla í október, bæði í efri og neðri helming. „Maður vonar að á báðum endum sé spenna. Mér finnst þetta geggjað concept sem er framundan.

Þetta verður vonandi mikið af leikjum sem eru spennandi og fólk komi að horfa.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
Hide picture