fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Aron lýsir svakalegri öryggisgæslu er hann lék fyrir hönd Bandaríkjanna – „Þá kom einn borgaralega klæddur sérsveitarmaður með“

433
Laugardaginn 3. september 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var fyrsti gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó sem hóf göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Íþróttavikan er á dagskrá á föstudögum á Hringbraut en framundan er stórskemmtilegur íþróttavetur þar sem HM í Katar er hápunkturinn.

Aron spilaði á HM með Bandaríkjunum árið 2014 þegar mótið fór fram í Brasilíu. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik gegn Gana en kom inná eftir 20 mínútur.

„Ég held að þegar ég horfi til baka núna þá finnst mér þetta miklu meira afrek og vera stærra heldur en þegar ég var að ganga í gegnum þetta. Þá var ég 23 ára og hafði átt gott tímabil með AZ í Hollandi. Það var allt krúsing. Ég var alveg spenntur en samt brjálaður að hafa ekki byrjað inná. Mér leið þannig að ég væri betri en þessir gæjar,“ segir Aron.

„Svo meiðist Jozy Altidore og við erum sendir tveir út að hita og ég horfði á hinn gæjann og hugsaði: Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að fara inná. En ég man eftir að það kom alveg: Shit – þetta er að gerast.“

Aron segir að alltaf sé mikil stemning í kringum HM í Bandaríkjunum. „Þetta var ekkert eðlilegt ferðalag og umtal og fótboltinn í Bandaríkjunum er alltaf að verða stærri og stærri. Það er rétt. En á fjögurra ára fresti þegar Bandaríkin er á HM þá er þetta á öðrum skala. Það er HM horn í öllum borgum og fólk að horfa sem telja hundruð þúsunda. Þetta verður alveg risastórt. Núna þegar maður er eldri og er búinn að átta sig á þessu þá er þetta aðeins stærra en ég gerði mér grein fyrir á þeim tíma.“

Aðbúnaður og annað var allt til fyrirmyndar. „Það hata líka fleiri Bandaríkin en Ísland. Það spilaði stóra rullu inn í þetta. Það voru 20-30 hermenn frá Brasilíu með allar byssurnar og AK47 voru í stærri bílum fyrir framan og aftan. Einn á mótorhjóli og annar fyrir aftan. Svo var sérsveit frá Bandaríkjunum með okkur.“

„Ef við ætluðum að fara af hótelinu til að kaupa okkur eitthvað þá þurftum við að láta vita og skrá okkur og þá kom einn borgaralega klæddur sérsveitamaður með. En þetta er allt stærra og skrýtnara. Þegar við vorum að keppa í Concacaf gegn Panama eða Kosta Ríka þá var á hótel þá sat gæi með svakalega byssu og við þurftum að sýna að við værum í landsliðinu og mættum vera hérna.“

„Ég held að þetta sé ekki svona á Hilton.“

Hörður benti nú á þá krúttlegu staðreynd að þegar blaðamenn væru að klára sína vinnu eftir landsleiki væru leikmenn stundum að labba heim á hótel frá Laugardalsvelli. „Þetta var öðruvísi þegar við kepptum í Bandaríkjunum en það eru mörg ríki sem er ekki vel við Bandaríkjamenn,“ segir Aron Jóhannsson.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jesus orðaður við endurkomu heim

Jesus orðaður við endurkomu heim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Þurfa líklega að borga 163 milljónir í lögfræðikostnað – Allar líkur á að hann verði sýknaður

Þurfa líklega að borga 163 milljónir í lögfræðikostnað – Allar líkur á að hann verði sýknaður
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
Hide picture