fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Bellerin gæti farið til Barcelona en það stendur og fellur með fyrrum liðsfélaga hans hjá Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 15:37

Hector Bellerin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Hector Bellerin, leikmanns Arsenal, eru í viðræðum við enska félagið um að rifta samningi leikmannsins.

Hægri bakvörðurinn lék með Real Betis á láni á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki áhuga á að spila frekar með Arsenal. Spánverjinn á eitt ár eftir af samningi sínum í Norður-Lundúnum.

Bellerin gæti farið til Barcelona. Það fer þó mikið eftir því hvort Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum liðsfélagi hans hjá Arsenal, fari frá Barcelona.

Framherjinn þyrfti að fara til að Börsungar gætu skráð Bellerin og borgað honum laun.

Aubameyang hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarnar vikur. Félögin hafi hins vegar ekki enn komist að samkomulagi. Ekki er talið að það verði erfitt að semja við Aubameyang sjálfan ef félögin ná samkomulagi.

Sem stendur biður Barcelona um of mikið fyrir Aubameyang. Sú leið gæti verið farin að sóknarmaðurinn verði lánaður til Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern Munchen er meistari 2025

Bayern Munchen er meistari 2025
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu
433Sport
Í gær

United mun fá alvöru samkeppni frá stórliðum í sumar

United mun fá alvöru samkeppni frá stórliðum í sumar
433Sport
Í gær

Arteta fékk ákveðið ‘sjokk’ fyrir leikinn gegn PSG – ,,Sá alla þessa leikmenn sitja hlið við hlið“

Arteta fékk ákveðið ‘sjokk’ fyrir leikinn gegn PSG – ,,Sá alla þessa leikmenn sitja hlið við hlið“