fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Kári lýsir skrautlegri Svíþjóðardvöl: Var illa liðinn af liðsfélögum – „Partí hjá mér í kvöld, ekki bjóða honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 13:09

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, er gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá.

Kári, sem lagði skóna á hilluna síðasta haust, eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitilinn með Víkingi á síðustu leiktíð, fer yfir ýmislegt í viðtalinu.

Hann sagði til að mynda frá því þegar hann fór út í atvinnumennsku til Djurgarden árið 2004. Liðið var ógnarsterkt og sænskur meistari á þeim tíma.

„Ég sá frekar fljótlega að þeir voru allir miklu betri en ég í fótbolta, hver einn og einasti leikmaður í liðinu. Þetta er sennilega eitt besta lið sem ég spilaði fyrir. Þetta var einum of stórt skref sem fyrsta skref,“ segir Kári.

Sölvi Geir Ottesen fór einnig til Djurgarden árið 2004. Kári segir þá í raun hafa staðið einir gegn hinum frá fyrsta degi. „Fyrsta snerting var ekki nógu góð, sendingar ekki nógu góðar.“

Kári segir að þar sem hann hafi upplifað að hann væri ekki jafngóður og aðrir leikmenn Djurgarden í mörgum þáttum leiksins hafi hann breytt mikið um leikstíl.

„Ég var meira léttleikandi leikmaður áður en ég fór út en þarna sneri ég þessu við í ofbeldi eiginlega. Ég gat ekki staðið í þeim í fótbolta, tækni eða öðru, þannig ég varð bara að fara einhverja aðra leið að því. Það er mjög þægilegt þegar þú ert að spila inni á miðjunni að þá getur þú bara lagt menn í einelti.“

Hann var spurður út í það hvort hann hafi meitt menn. „Já, bara algjört ógeð,“ svarar Kári, léttur í bragði. „Þú getur ímyndað mér hvernig svona mönnum er tekið, þú ert ekkert vinsælasti maðurinn á svæðinu. „Partí hjá mér í kvöld, ekki bjóða honum,“ þetta var svolítið svoleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis