Miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye er á leið aftur til Everton. Fabrizio Romano segir frá.
Senegalinn er á mála hjá Paris Saint-Germain sem stendur, en þangað kom hann einmitt frá Everton árið 2019.
Þá er Everton einnig að ganga frá kaupum á James Garner, leikmanni Manchester United.
Garner er 21 árs gamall miðjumaður, sem vill leita annað í leit að spiltíma.
Miðjumaðurinn ungi hefur leikið á láni hjá Nottingham Forest undanfarið eitt og hálft tímabil.
Idrissa Gueye, on Merseyside today in order to undergo medical tests as new Everton player joining from PSG. Final steps needed before deal done. 🚨🔵 #EFC
Everton also close to agreement with Man Utd for James Garner — then it’s up to the player. pic.twitter.com/I5ByWzjvxI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022