fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Liðsfélögum finnst Ronaldo orðinn „algjörlega óþolandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 08:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist grein á ESPN um framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, hvort félagið ætti að halda honum eða losa sig við hann og svo framvegis.

Þar kom meðal annars fram að fjöldi liðsfélaga hans hjá United væri búinn að fá upp í kok af Portúgalanum. Sagt er að hann geri óraunhæfar væntingar til þeirra og vilji að leikmenn eins og Harry Maguire og Marcus Rashford standi sig eins og Rio Ferdinand og Wayne Rooney gerðu á fyrri tíma Ronaldo hjá United.

Þá segir að mörgum liðsfélögum hans finnist hann orðinn „algjörlega óþolandi.“

Ronaldo sneri aftur til United fyrir ári síðan, eftir þriggja ára dvöl hjá Juventus. Hann skoraði 24 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hugarfar sitt og áhrif á aðra leikmenn.

Fyrr í sumar fór Ronaldo ekki með United í æfingaferð. Ástæðurnar sem hann gaf upp fyrir því voru persónulegar, en flestir telja að hann hafi verið að reyna að finna sér nýtt félag.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og er framtíð portúgölsku stórstjörnunnar enn í óvissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“