fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Ásakaður um að hafa lamið fyrrum kærustu sína til dauða með hafnaboltakylfu – ,,Hún grátbað hann um að hætta og kallaði á hjálp“

433
Laugardaginn 27. ágúst 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Giovanni Padovani er grunaður um að hafa orðið fyrrum kærustu sinni, Alessandra Matteuzzi, að bana á hrottalegan hátt.

Frá þessu greina ítalskir miðlar sem og enskir en Padovani er 27 ára gamall og var kærasta hans Matteuzzi 56 ára gömul.

Greint er frá því að Matteuzzi hafi verið í símanum að ræða við systur sína er Padovani réðst að henni og heyrðust mikil öskur.

,,Hún fór út úr bílnum og stuttu seinna byrjaði að öskra, hún grátbað hann um að hætta og kallaði á hjálp,“ segir systir Matteuzzi í samtali við sjónvarpsstöð á Ítalíu.

,,Ég var enn í símanum og hringdi á lögregluna sem mætti á staðinn um leið. Ég bý í 30 kílómetra fjarlægð. Hann lamdi hana til dauða.“

Matteuzzi og Padovani höfðu verið saman í um eitt ár en voru í fjarsambandi þar sem hún býr í Bologna og hann spilar fótbolta í Sikiley.

Sambandið var þó búið þegar árásin átti sér stað en Matteuzzi hafði tilkynnt manninn til lögregulu og ásakað hann um að áreita sig sem og elta.

Padovani er fyrrum leikmaður Napoli og var í unglingaliði félagsins en ferillinn fór aldrei almennilega á flug og hefur hann spilaði C og B deildum Ítalíu.

Hann átti að spila bikarleik fyrir lið Sancataldese um síðustu helgi en lét ekki sjá sig í leik gegn Catania.

Padovani flaug til Bologna í kjölfarið og átti árásin að hafa átt sér stað stuttu seinna.

Talið er að Padovani hafi ráðist að fyrrum kærustu sinni með hafnaboltakylfu en hún var enn á lífi er læknalið mætti á staðinn en var úrskurðuð látin ekki löngu seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu

Segir stóru seðlunum hafa verið veifað að Hlíðarenda – Þar stóðu menn fastir á sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“
433Sport
Í gær

Orða Antony við risaskref í sumar

Orða Antony við risaskref í sumar
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“
433Sport
Í gær

Viktor: „Þetta er bara galin hegðun“

Viktor: „Þetta er bara galin hegðun“