Alexander Isak hefur skrifað undir sex ára samning við Newcastle en hann kemur til félagsins frá Real Sociedad.
Isak kostar félagið nærri 60 milljónum punda og er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Isak er 22 ára gamall sænskur framherji en fjöldi stórliða hefur fylgst með framgöngu hans á Spáni.
Joelinton kostaði Newcastle 40 milljónir punda þegar hann kom frá Hoffenheim en ljóst er að Isak kostar meira
Isak er ætlað að keppa við Callum Wilson um stöðu framherja en hann skoraði aðeins sex mörk á síðustu leiktið. Tímabilið á undan hafði hann hins vegar raðað inn mörkum.
🚨 Alexander Isak has signed a six-year contract (2028) with Newcastle. #NUFC sorting paperwork in hope 22yo striker will be available to face Wolves on Sun. Joining from Real Sociedad for ~£60m; club’s all-time record transfer @TheAthleticUK #RealSociedad https://t.co/MK1iKc2j8x
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 26, 2022