fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Leiðtogi glæpagengis skotinn til bana í Svíþjóð – Tæplega 50 skotnir til bana á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi glæpagengis var skotinn til bana í Haninge í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Maðurinn, sem var 25 ára, var háttsettur meðlimur glæpagengis sem hefur um langa hríð staðið í blóðugum átökum.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í höfuðið. Tilkynning um skothríð barst til lögreglunnar klukkan 18.20. Maðurinn fannst utandyra og var strax fluttur á sjúkrahús. Í gærkvöldi var staðfest að hann hefði verið úrskurðaður látinn þegar á sjúkrahúsið var komið.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Það sem af er ári hafa 47 verið skotnir til bana í Svíþjóð en allt árið í fyrra féllu 46 fyrir byssukúlum. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja. Ekkert Evrópuríki kemst nærri Svíþjóð hvað varðar fjölda morða með skotvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks