fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

West Ham í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en Viking úr leik – Silkeborg tapaði í Evrópudeildinni

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 21:43

Samúel Kári. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham er komið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við danska félagið Viborg á útivelli í kvöld.

West Ham vann fyrri leik sinn 3-1 gegn Viborg í London og var ekki í vandræðum í þeim síðari.

West Ham vann leik kvöldsins 3-0 á útivelli og því samanlagt 6-1. Gianluca Scamacca var á meðal markaskorara en hann kom til félagsins í sumar.

Íslendingalið Viking er úr leik eftir tap gegn FCSB frá Rúmeníu á sama tíma. Viking vann fyrri leikinn 2-1 í Rúmeníu.

Þeir rúmensku unnu 3-1 útisigur í kvöld þar sem þriðja mark liðsins var skorað úr vítaspyrnu á 94. mínútu sem tryggði farseðilinn í riðlakeppnina.

Patrik Gunnarsson varði mark Viking í kvöld og byrjaði Samúel Kári Friðjónsson í tapinu.

Í Evrópudeildinni er Stefán Teitur Þórðarson úr leik með Silkeborg eftir 1-1 jafntefli við HJK frá Finnlandi.

HJK vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og fer áfram á kostnað danska liðsins.

Viborg 0 – 3 West Ham
0-1 Gianluca Scamacca (’22)
0-2 Said Benrahma (’51)
0-3 Tomas Soucek (’63)

Viking 1 – 3 FCSB
0-1 Malcolm Edjouma (‘2)
1-1 Zlatko Tripic (’26, víti)
1-2 Andrei Cordea (’54)
1-3 Risto Radunovic (’90, víti)

Silkeborg 1 – 1 HJK
0-1 Malik Abubakari (’40)
1-1 Joel Felix (’74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli