fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Færðu það of hratt? – Svona gætir þú komið í veg fyrir ótímabært sáðlát

Fókus
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 22:11

https://unsplash.com/@deonblack

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að leika saman, er stundum sagt, því þá líður okkur vel. Flestir vilja njóta þess að vera nánir með öðrum og taka sér ágætis stund til athafnarinnar. Þá getur líffræðin þó stundum neitað að vera samvinnufús með limhöfum og þeir finna sig í „sögu vil ég segja stutta – nú er sagan öll“-aðstæðum.

Ótímabært sáðlát er algengt vandamál, þó svo að margir veigri sér við því að ræða það eða leita lausna á því. Í umfjöllun TheSun segir að um þriðjungur limhafa upplifi ótímabært sáðlát á einhverjum tíma.

Talað er um ótímabært sáðlát þegar limhafi hefur sáðlát annað hvort áður en samfarir hefjast eða mjög fljótlega eftir að limurinn er kominn inn í leggöng, eða eftir atvikum endaþarm.

Stærri bumbur endast lengur

Samkvæmt bresku heilbrigðisþjónustunni (NHS) geta ástæðurnar fyrir þjófstarti sáðlátsins verið bæði andlegar og líkamlegar. Þær líkamlegu geti verið meðal annars vandamál frá blöðruháls, skjaldkirtli eða vegna áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja eða fíkniefna. Andlegar skýringar geta verið ástæður á borð við þunglyndi, streitu, vandamál í parasambandi eða frammistöðu kvíði.

Rannsókn sem var gerð í Tyrklandi hafi eins bent til þess að umfang maga karlmanna geti veitt leiðbeiningu um hversu lengi þeir endist í rúminu. Þar var niðurstaðan sú að stærri menn væru betri elskhugar því þeir hefðu meira kynferðislegt úthald. Rannsóknin tók 200 manna úrtak af karlmönnum og bar saman BMI líkamsstuðla þeirra og frammistöðu í svefnherberginu.

Niðurstaðan sýndi að feitari menn með stærri bumbur endast lengur heldur en tónaðri kynbræður þeirra. Menn með meiri fitu á maga og hærri BMI stuðul entust að meðaltali í 7,3 mínútur á meðan grennri menn entust að meðaltali í 1,8 mínútur og voru þar að auki líklegri til að upplifa ótímabært sáðlát.

Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni töldu að ástæðan fyrir þessu væri sú að stærri mennirnir væru með meira magn af kvenhormóninu oestradiol sem getur frestað fullnægingunni.

Hvað er hægt að gera?

Það er ýmislegt sem limhafar geta sjálfir reynt áður en þeir leita sér læknisaðstoðar við ótímabæru sáðláti. Samkvæmt NHS getur eftirfarandi mögulega hjálpað:

  • Að stunda sjálfsfróun 1-2 klukkustundum fyrir samfarir
  • Að nota þykkan smokk til að minnka næmni
  • Að draga andan djúpt til að stöðva ósjálfráða sáðlátsviðbragð líkamans.
  • Að stunda kynlíf þar sem bólfélaginn er ofan á (og leyfa þeim að stoppa leika þegar þú ert nálægt því að klára)
  • Að taka pásur í kynlífi og hugsa um eitthvað leiðinlegt (ATH, leiðinlegt eins og á ensku er kallað boring en ekki eitthvað sem gerir þig leiðann)

Ef þetta dugar ekki til þá er hægt að leita fagaðstoðar hjá til dæmis læknum og eftir atvikum sálfræðingum. Þar geta verið lausnir á borð við atferlismeðferð, deyfikrem, ráðgjöf og svo lyfjagjöf.

Læknir gæti viljað framkvæma blóðprufu til að kanna magn af testósteróni og kannski myndi hjálpa að kíkja á þvagfæralækni eða sérfræðing í kynlífsvandamálum.

Hvernig er hægt að endast lengur?

Kynlífsþerapistinn Ian Kerner glímdi sjálfur við ótímabært sáðlát. Eftir að honum tókst að losna við vandann skrifaði hann bókina: Hún kemur fyrst sem fjallar sérstaklega um að fullnægja konum.

Hann sagði í samtali við Mens Health að limhafar ættu að æfa sig í því að stunda sjálfsfróun þar til þeir eru við það að fá það – en stoppa þá.  Hann kallar þessa list ör-fullnæginguna. Limhafar viti þegar þeir hafi náð slíkri fullnægingu því þeir fá þá einn til tvo kippi í grindarbotn en fá ekki sáðlát. Þegar þessi aðferð er lærð þá sé hægt að nota hana í samförum til að koma í veg fyrir sáðlátið og lengja leikinn.

Ian segir einnig að menn ættu að prófa að nota limi sína sem kynlífsleikfang og nudda þeim milli fóta konunnar svo þeir örvi snípinn, án þess að fara inn í leggöngin.

Ef allt bregðist þá sé hægt að kaupa sérstök sprey sem deyfi liminn og tefji þar með sáðlátið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu