fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Fá fríspil í ár en næst verða engar afsakanir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 14:10

Alfreð Elías (til vinstri) tók við liði Grindavíkur fyrir ári síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík er í níunda sæti Lengjudeildar karla þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið er þó tólf stigum frá fallsvæðinu.

Grindvíkingar féllu úr efstu deild 2019. Liðið hefur ekki komist mjög nálægt því að komast aftur upp síðan. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur markaþáttar Lengjudeildarinnar, telur þó að liðið verði sterkara á næsta tímabili.

„Grindvíkingar eru að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil. Þeir fengu smá fríspil þetta tímabilið, voru lengi að byggja upp lið í vetur, nýr þjálfari, byrjuðu svolítið upp á nýtt. Þetta er fínt tímabil hingað til,“ segir Hrafnkell í nýjasta þættinum.

„Það verður meiri pressa á þeim á næsta tímabili. Það er enginn að sækja Guðjón Pétur Lýðsson og fleiri góða til að hanga í Lengjudeildinni,“ segir þáttastjórnandinn Hörður Snævar Jónsson. Grindavík fékk Guðjón Pétur, sem er með mikla reynslu úr efstu deild, í félagaskiptaglugganum í júlí.

„Hugarfarið í Grindavík er þannig að þeir vilja fara upp á hverju einasta tímabili. En stundum þarftu bara að slaka á og byggja upp,“ segir Hrafnkell.

Markaþátt Lengjudeildarinnar í heild má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið
Hide picture