fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Tvöföld fjármálakreppa að skella á Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 17:30

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar spár sýna að mikill samdráttur hefur orðið í rússnesku efnahagslífi eftir innrásina í Úkraínu. Rússneskur almenningur horfist í augu við efnahagslega niðursveiflu sem jafngildir tvöfaldri fjármálakreppunni sem skall á 2008.

Ástæðan er efnahagslegar refsiaðgerðir sem ESB og Bandaríkin hafa beitt Rússa vegna innrásarinnar.

Nýjar spár frá Economist Intelligence Unit (EIU) sýnir að verg þjóðarframleiðsla Rússlands getur skroppið saman um rúmlega 10% á árinu. Alþjóðabankinn spáir 11,2% samdrætti.

Philipp Schröder, hagfræðiprófessor við Árósaháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að samdráttur af þessari stærðargráðu samsvari tvöföldum þeim samdrætti sem varð í fjármálakreppunni.

Hann sagði að refsiaðgerðirnar hafi fram að þessu aðallega bitnað á ríkustu Rússunum því margar vörur, sem þeir kaupa, eru ekki lengur fáanlegar. Áhrifin séu ekki nærri því eins mikil á hinn venjulega Rússa.

Hann sagði að ef spárnar gangi eftir þá geti aðgerðirnar farið að bitna á venjulegum Rússum, þeim sem hafa lágar tekjur eða tilheyri millistéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum