Íslendingalið FC Kaupmannahafnar mun spila í riðklakeppnmi Meistaradeildarinnar í vetur.
Þetta varð staðfest í kvöld eftir leik liðsins við Trabzonspor sem lauk með markalausu jafntefli í Tyrklandi.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson byrjuðu á bekk FCK í kvöld sem vann fyrri leikinn 2-1. Hákon kom við sögu þegar stutt var eftir.
Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt verða ekki á sama stað eftir tap gegn Dinamo Zagreb á sama tíma.
Framlengt var í þessum leik í kvöld en Zagreb hafði að lokum betur 4-1 en staðan var 2-1 eftir venjulegam leiktíma.
Alfons spilaði allan leikinn fyrir Bodo/Glimt sem vann fyrri leikinn á heimavelli, 1-0.
Rangers tryggði sér þá farseðilinn í riðlakeppnina með því að leggja PSV frá Hollandi, 1-0 á útivelli.