fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Vilja sjá betri hegðun í garð dómara og skipa nefnd

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 17:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSí fundaði á dögunum en fundargerðin hefur nú verið birt opinberlega á vef Knattspyrnusambandsins.

Umræða um dómara og þeirra störf fer oft í fréttir og þá sérstaklega þegar hegðun í garð þeirra þykir ósæmileg.

Slík atvik hafa komið upp á síðustu vikum og voru málefni dómara sérstaklega rædd á síðasta fundi stjórnar.

„Halldór Breiðfjörð formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál en það er jákvætt að íslenskir dómarar eru að fá krefjandi verkefni erlendis. Rætt um hegðun gagnvart dómurum. Stjórn samþykkti að fela dómaranefnd að skoða til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að styðja við jákvæða hegðun gagnvart dómurum,“ segir í fundargerð KSÍ.

Sambandið ætlar því að grípa til aðgerða tli þess að stuðla að því að hegðun knattspyrnufólks og stuðningsmanna í garð dómara batni.

Þessir aðilar sátu fundinn:

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson (á teams), Orri V. Hlöðversson (tók sæti á fundinum kl. 16:20), Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Kolbeinn Kristinsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið