fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Kom sér í fréttirnar á vafasaman hátt – Tæpum áratug síðar er hann milljarðamæringur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 09:00

Charlie Morgan (til vinstri)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna eflaust margir eftir Charlie Morgan, boltastráknum sem tafði leik Swansea gegn Chelsea árið 2013 og tókst að pirra Eden Hazard svo mikið að Belginn var rekinn af velli.

Morgan var á þeim tíma 17 ára gamall og var boltastrákur á leiknum. Á einum tímapunkti hélt hann boltanum undir sér til að tefja. Hazard reyndi að sparka boltanum undan honum en endaði á að sparka óvart í drenginn. Fyrir það var hann rekinn af velli.

Hinn 26 ára gamli Morgan á í dag vodka-fyrirtæki sem er metið á um 40 milljónir punda. Hann stofnaði það árið 2016 með félaga sínum í háskóla. Kallast fyrirtækið Au Vodka.

Morgan hefur gengið það vel að hann er á lista Sunday Times yfir ríkt fólk árið 2022. Frægt fólk á borð við Ronaldinho og Floyd Mayweather hafa þá birt myndir af sér með vodkað hans.

Mayweather var svo hrifinn af Au Vodka að hann setti sig í samband við Charlie Morgan er hann var staddur í Wales. Hann fékk nokkrar flöskur og tók mynd af sér með þær, gegn því að fyrirtækið myndi vinna verkefni með honum er það kæmi til Bandaríkjanna.

Faðir Morgan er viðskiptamaðurinn Martin Morgan, forstjóri Swansea og eigandi Morgan-hótelkeðjunnar.

Au Vodka framleiðir um 35 þúsund flöskur á dag og gengur, sem fyrr segir, afar vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið