Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, segir að starfsmaður liðsins, Gianni Vio, þurfi að fá launahækkun og það strax.
Tottenham vann 1-0 sigur á Wolves um helgina með marki eftir fast leikatriði en það er sérgrein Vio sem þjálfar leikmenn Tottenham í einmitt föstum leikatriðum.
Tottenham fékk einnig eitt stig í síðustu umferð gegn Chelsea eftir jöfnunarmark úr hornspyrnu og er ljóst að Vio er að vinna gott starf í London.
,,Ég sagði honum þrisvar að hann ætti að fá launahækkun! Hann þarf svo sannarlega að fá meira borgað,“ sagði Kulusevski.
,,Hann er svo mikilvægur og gerir gæfumuninn, eins og þið sjáið. Í lok dags þá var það fast leikatriði sem tryggði sigur og við þurfum að vinna betur í því.“
,,Það er ekki skemmtilegast í heimi að vinna þannig en það skilar úrslitum.“