Franska liðið Nice er óvænt að horfa til Manchester United og hefur áhuga á ungstirninu Amad Diallo.
Diallo er þó ekki efstur á óskalista Nice en hann verður skotmarkið ef liðinu mistekst að fá Nicolas Pepe.
Pepe spilar með Arsenal og er ekki inni í myndinni þar og mun líklega færa sig um set í sumar.
Diallo kostaði Man Utd 37 milljónir punda frá Atalanta í fyrra en hefur aðeins spilað níu leiki eftir komuna.
Nice myndi vilja fá Diallo á láni út tímabilið en hann var í láni hjá Rangers á síðustu leiktíð.
Um er að ræða aðeins 20 ára gamlan leikmann sem er talinn mikið efni.