fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Fáránleg atburðarás á Spáni: Samdi í 40 klukkutíma og hélt svo heim – Samningnum rift og hann sneri aftur

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paco Alcacer, fyrrum leikmaður Barcelona, gekk á dögunum í raðir Sharjah sem leikur í Suður arabísku furstadæmunum.

Alcacer var samningsbundinn Villarreal og skrifaði undir samning við Sharjah á láni til að byrja með.

Svo áttu sér stað í raun ótrúlegir hlutir en 40 klukkutímum eftir undirskrift ákvað Sharjah að rifta samningnum og hélt Alcacer aftur til Spánar.

Um leið og hann sneri aftur til Spánar var samningi hans við Villarreal rift og mátti hann því semja við nýtt félag á frjálsri sölu.

Félagið sem varð fyrir valinu var einmitt Sharjah sem hefur nú samið við leikmanninn endanlega frekar en að fá hann á láni.

Enginn virðist skilja neitt í þessari atburðarás en um er að ræða 28 ára gamlan sóknarmann sem spilaði með Barcelona frá 2016 til 2019.

Alcacer á einnig að baki 19 landsleiki fyrir Spán og skoraði í þeim 12 mörk. Hann lék með Villarreal frá 2020 til 2022 og gerði 11 mörk í 58 leikjum í La Liga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“