fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Lögreglan aðvarar Ronaldo vegna framkomu í garð einhverfs stráks – Móðirinn birti mynd af áverkum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur fengið aðvörun frá lögreglu eftir atvik sem átti sér stað eftir leik Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.

„Hann er svo leiður yfir þessu og hann vill ekki fara aftur á leik. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann fer á og þetta gerist. Þetta var frábær dagur alveg fram að þessu. Þetta eyðilagði daginn og skilur okkur eftir með óbragð í munni,“ sagði móðir drengsins á sínum tíma. Áverka mátti sjá á höndum Jacob.

„Það var ráðist á einhverfan dreng af knattspyrnumanni. Þannig sé ég þetta sem móðir.“

Ronaldo hefur nú hlotið aðvörun frá lögreglu, auk þess sem hann hefur samþykkt að greiða drengnum skaðabætur.

Hér má sjá áverka drengsins eftir atvikið, sem móðir hans birti í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ við félagaskipti Rashford

Komið ‘Here we go’ við félagaskipti Rashford
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur