fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Chelsea muni sætta sig við kröfur Leicester – Maguire ekki lengur dýrastur í sögunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 10:30

Wesley Fofana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Fofana, miðvörður Leicester, hefur tjáð félaginu að hann vili fara til Chelsea. Guardian greinir frá.

Hinn 21 árs gamli Fofana gekk í raðir Leicester fyrir tveimur árum síðan og hefur heillað mikið frá komu sinni.

Leicester vill fá 85 milljónir punda fyrir leikmanninn. Borgi Chelsea þá upphæð, verður hann dýrasti varnarmaður allra tíma. Hann myndi þar með taka fram úr Harry Maguire í þeim efnum, enski landsliðsmaðurinn fór einmitt frá Leicester til Manchester United á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Samkvæmt frétt Guardian mun Chelsea að lokum rífa upp veskið og borga það sem Leicester biður um fyrir Fofana.

Chelsea missti miðverðina Andreas Christensen og Antonio Rudiger frá sér til Barcelona og Real Madrid fyrr í sumar. Félagið fyllti í skarð þeirra með því að kaupa Kalidou Koulibaly frá Napoli.

Hins vegar vill Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, fá einn miðvörð í viðbót. Ekki er ólíklegt að það verði Fofana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar