fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Chelsea muni sætta sig við kröfur Leicester – Maguire ekki lengur dýrastur í sögunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 10:30

Wesley Fofana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Fofana, miðvörður Leicester, hefur tjáð félaginu að hann vili fara til Chelsea. Guardian greinir frá.

Hinn 21 árs gamli Fofana gekk í raðir Leicester fyrir tveimur árum síðan og hefur heillað mikið frá komu sinni.

Leicester vill fá 85 milljónir punda fyrir leikmanninn. Borgi Chelsea þá upphæð, verður hann dýrasti varnarmaður allra tíma. Hann myndi þar með taka fram úr Harry Maguire í þeim efnum, enski landsliðsmaðurinn fór einmitt frá Leicester til Manchester United á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Samkvæmt frétt Guardian mun Chelsea að lokum rífa upp veskið og borga það sem Leicester biður um fyrir Fofana.

Chelsea missti miðverðina Andreas Christensen og Antonio Rudiger frá sér til Barcelona og Real Madrid fyrr í sumar. Félagið fyllti í skarð þeirra með því að kaupa Kalidou Koulibaly frá Napoli.

Hins vegar vill Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, fá einn miðvörð í viðbót. Ekki er ólíklegt að það verði Fofana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið