fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Gylfa Þór er frjálst að semja hvar sem er – Afgreiðslutími ekki óeðlilegur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 09:32

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en ár er liðið frá því Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða ungmenni. Það heyrist þó lítið frá lögreglunni í Manchester um málið og ekki er ljóst hver niðurstaðan verður.

Fyrir mánuði síðan rann farbann Gylfa út. Hann hafði verið í því frá handtöku og það framlengt í sífellu, þar til það svo rann út í júlí, ári frá handtöku.

Vísir ræddi við Pál Kristjánsson, lögfræðinga og formann knattspyrnudeildar KR, um málið. Hann segir að Gylfi megi spila knattspyrnu hvar sem er sem stendur.

„Farbannið er fallið niður og hann má því spila fótbolta hvar sem hann vill í heiminum. Svo er annað mál hvort að eitthvert félag vilji semja við hann,“ segir Páll, en samningur leikmannsins við Everton rann út fyrr í sumar.

„Verði hann ákærður þarf hann að mæta fyrir dóm og svara til saka. Niðurstaða í slíku máli mun hafa veruleg áhrif, enda yrði þá tekist á um sekt eða sýknu. Sem stendur er Gylfa hins vegar frjálst að semja við hvaða félag sem er en félagið þarf að sætta sig við og semja um þessa óvissu.“

Páll telur afgreiðslutíma málsins ekki óvenju langan. „Ef þetta væri íslenskt mál þá væri þetta alla vega ekkert óeðlilegur afgreiðslutími á máli þótt deila megi um það hvort hann sé ásættanlegur. Ég held að meðalafgreiðslutími í kynferðisbrotamálum hjá embætti Héraðssaksóknara sé í kringum 170 dagar, og á þá eftir að taka tilit til rannsóknar lögreglu og meðferðar hjá dómstólum. Sakborningar og brotaþolar bíða þá bara í von og óvon, eins og virðist vera í þessu máli Gylfa,“ segir Páll.

Hann segir að lengi gæti þurft að bíða í viðbót eftir niðurstöðu í málinu.

„Rannsóknin sem slík rýfur fyrningu, svo að málið fyrnist ekki á meðan það er í þessum farvegi. Ég held að það sé alveg vonlaust að segja til um hversu löng biðin verður í viðbót. Við gætum þurft að bíða 1-2 ár enn,“ segir Páll.

Nánar er rætt við Pál á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið