fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Kissinger segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 08:00

Henry Kissinger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Kissinger, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Richard Nixon, segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“ og segir að bandarískir leiðtogar eigi í vandræðum með að „marka pólitíska stefnu sína“.

Þetta kemur fram í viðtali The Wall Street Journal við hann. Þar segir Kissinger, sem er orðinn 99 ára, að bandarískir stjórnmálamenn eigi í erfiðleikum með að marka stefnu sína í hinu pólitíska andrúmslofti samtímans. Hann segist telja að þetta eigi sinn þátt í að vaxandi spenna er á alþjóðavettvangi.

„Við erum á barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína vegna mála sem við bjuggum til að hluta,“ segir hann í viðtalinu og bætti við að það eina sem sé hægt að gera sé að auka ekki á þessa spennu og opna á möguleika til lausnar.

Hann hvetur til Joe Biden og stjórn hans til að halda diplómatískri stöðu Taívan óbreyttri þrátt fyrir kröfur úr báðum flokkum um að harðari stefna verði tekin upp gegn kommúnistastjórninni í Peking. Þetta sagði hann í ljós nýlegrar heimsóknar Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildarinnar, til Taívan en hún fór vægast sagt illa í kínverska ráðamenn.

Kissinger sagði að sú stefna sem báðir flokkar hafa markað og fylgt síðustu 50 árin hvað varðar Taívan hafi orðið til þess að Taívan hafi þróast yfir í sjálfstætt lýðræðisríki en um leið viðhaldið friði á milli Bandaríkjanna og Kína. „Þess vegna ætti að fara mjög varlega hvað varðar aðgerðir sem virðast breyta þessum grundvallaratriðum,“ segir hann einnig í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki