fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Lampard heyrði í Gerrard áður en hann tók við starfinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 20:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, stjóri Everton, var í sambandi við Steven Gerrard er hann tók við liðinu af Rafael Benitez á síðustu leiktíð.

Lampard segir sjálfur frá þessu en Gerrard er stjóri Aston Villa og eru þetta tveir fyrrum samherjar í enska landsliðinu.

Það var ýmislegt rætt þeirra á milli en aðallega leikmaðurinn Nathan Patterson sem kom til Everton í janúar.

Patterson spilaði áður með Rangers þar sem Gerrard vann áður og vildi Lampard heyra í vini sínum og fá hans ráð og skoðun.

Patterson er tvítugur bakvörður en hefur aðeins spilað einn leik með Everton sem kom í deildinni á síðasta tímabili.

,,Við sendum hvor öðrum skilaboð og hittumst nokkrum sinnum og ræddum um störfin,“ sagði Lampard en þeir eru báðir tiltölulega nýir þjálfarar.

,,Öll störf eru mismunandi og við fórum ekki út í nein smáatriði. Ég ræddi við hann þegar ég tók við og líka varðandi hans reynslu af Nathan Patterson því ég vildi fá hans skoðun.“

,,Ég virði orð Stevie og hans skoðanir á fótbolta og þegar kemur að öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“