fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Besta deildin: FH steinlá í Vestmannaeyjum – KA fór létt með ÍA

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur svo sannarlega ekkert hjá liði FH í Bestu deild karla þessa dagana en liðið mætti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

FH hefur ekki unnið leik í efstu deild síðan 25. apríl og er í harðri fallbaráttu sem kemur heldur betur á óvart.

ÍBV vann sannfærandi 4-1 heimasigur í dag og er nú fjórum stigum á undan FH í 9. sæti deildarinnar.

FH er með 11 stig í 10. sætinu en Leiknir er þar fyrir neðan í fallsæti og á tvo leiki til góða.

Á sama tíma áttust við lið KA og ÍA þar sem það síðarnefnda spilaði manni færri alveg frá 34. mínútu.

Hlynur Sævar Jónsson fékk að líta beint rautt spjald hjá ÍA í fyrri hálfleik og var verkefnið alltaf að fara vera erfitt.

KA skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik til að tryggja sigur en Skagamenn eru á botninum með aðeins átta stig eftir 17 leiki.

ÍBV 4 – 1 FH
1-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (‘9)
2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson (’13)
3-0 Andri Rúnar Bjarnason (’35, víti)
3-1 Úlfur Ágúst Björnsson (’62)
4-1 Felix Örn Friðriksson (’72)

KA 3 – 0 ÍA
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson (’68)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’75)
3-0 Nökkvi Þeyr Þórisson (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Í gær

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig