fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Chelsea og Tottenham skildu jöfn – Dramatík í blálokin

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 17:26

Reece James skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 2 – 2 Tottenham
1-0 Kalidou Koulibaly(’19)
1-1 Pierre-Emile Hojbjerg(’68)
2-1 Reece James(’77)
2-2 Harry Kane(’96)

Chelsea og Tottenham skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin áttust við á Stamford Bridge.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en fyrsta mark leiksins skoraði varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly.

Koulibaly kom Chelsea yfir eftir 19 mínútur en hann kom boltanum í netið með laglegu skoti eftir hornspyrnu.

Chelsea var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Tottenham tókst svo að jafna metin í þeim síðari.

Pierre-Emile Hojbjerg skoraði þá fyrir gestina með fínu skoti utan teigs sem Edouard Mendy réð ekki við.

Það mark dugði í níu mínútur en Reece James kom Chelsea svo aftur yfir á 77. mínútu eftir vandræðagang í vörn Tottenham.

Dramatíkin var ekki búin en á 96. mínútu í uppbótartíma jafnaði Tottenham metin eftir hornspyrnu.

Harry Kane sá um að skora markið fyrir Tottenham en hann kom boltanum í netið með skalla til að tryggja dýrmætt stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa