fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Elías réð ekki við Aron á punktinum – Kristall kom við sögu

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Sigurðarson komst á blað fyrir lið Horsens í kvöld sem spilaði við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Aron og félagar gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli þar sem staðan var 3-1 fyrir Midtjylland er tvær mínútur voru eftir.

Aron skoraði þá af vítapunktinum fyrir Horsens og stuttu seinna tryggði Magnus Jensen liðinu stig af vítapunktinum.

Elías Rafn Ólafsson var að venju í marki Midtjylland en tókst ekki að verja frá Aroni á punktinum.

Hákon Rafn Haraldsson byrjaði fyrir FC Kaupmannahöfn sem tapaði heima gegn Randers 3-1.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum fyrir FCK í fyrri hálfleik eftirm eiðsli Mohammed Daramy.

Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum hjá Rosenborg í Noregi sem vann Sandefjord 5-2. Kristall fékk að spila 15 mínútur.

Alfons Sampsted var þá á sínum stað fyrir Bodo/Glimt sem vann öruggan sigur á Sarpsborg, 4-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli