fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Stefán Pálsson útskýrir hvað er að baki óhefðbundnu liðavali – „Þeir sem náðu ekki í það var bara sagt að hypja sig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 12:30

Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Stefán er mikill knattspyrnuáhugamaður og í þættinum fór hann meðal annars yfir af hverju hann valdi sér þau knattspyrnulið sem hann styður.

Val Stefáns á liðum til að styðja í fótboltanum var nefnilega ekki hefðbundið. Hann styður nefnilega B-deildarlið Luton Town á Englandi og Fram á Íslandi, þrátt fyrir að vera úr Vesturbænum.

„Það var fullkomlega rökrétt ákvörðun á níunda áratugnum. Við tókum öll okkar tískuákvarðanir á níunda áratugnum sem við sjáum eftir,“ segir Stefán um stuðning sinn við Luton.

„Þegar ég vel Luton eru þeir nýliðar í efstu deild og David Pleat að þjálfa,“ segir hann og bendir á að Luton hafi einnig orðið deildabikarmeistari á þessum árum.

Þá útskýrði Stefán hvers vegna hann heldur með Fram, en ekki KR, þrátt fyrir að vera Vesturbæingur.

„Ég er Vesturbæingur. Þá hnjóta margir um það af hverju í andskotanum ég sé Framari,“ segir Stefán léttur.

„Svarið er að þetta var miklu blandaðra á þessum tíma. Það var ekki þessi rosalegi hverfaandi, að allir krakkarnir í grunnskólanum væru í jogginggöllum merktum félaginu og allir fengju að vera með. Það fengu ekkert allir að vera með. KR var með A-lið og B-lið og þeir sem náðu ekki í það var bara sagt að hypja sig.“

„KR á þessum árum var ekkert skemmtilegt lið. Þetta náðu reyndar þeim glæsilega árangri einu sinni að verða í öðru sæti á Íslandsmóti með neikvæða markatölu, markatöluna 18:19 í átján leikjum. Þetta er KR-lið æsku minnar, tannlausir, rauðhærðir varnarjaxlar.“

Svo fór afi Stefáns að taka hann með sér á völlinn á leiki Fram.

„Hann hafði verið formaður Fram mörgum árum fyrr. Hann hafði dottið aðeins út úr fótboltanum og fannst fínt að komast inn í hann aftur með því að taka yngsta barnabarnið á völlinn. Þá verður maður náttúrulega bara Framari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi