fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Mikael segir Blika upp til hópa dónalega – Sakar þá um að hafa pantað umfjöllun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 09:25

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson sakar Breiðablik um að hafa pantað umfjöllun hjá vefmiðlunum Fótbolta.net í kjölfarið af ummælum hans um tap Blika gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar í síðustu viku. Um var að ræða fyrri leik liðanan en sá síðari fer fram í dag. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í gær.

„Ég segi bara lélegt að tapa 1-3, sorry,“ sagði Mikael Nikulásson fyrir tæpri viku síðan og í kjölfarið birtist grein á Fótbolta.net

„Lélegt hjá Blikum? – Það er í raun galin staðhæfing,“ sagði í pistli sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson blaðamaður vefsins skrifaði á Fótbolta.net.

Mikael telur að Blikar hafi pantað þessa umfjöllun og svaraði fyrir þetta í Þungavigtinni í gær. „Enda stend ég fastur á þessu, það er gaman að sjá Blikana tvo á Twitter koma og taka undir þetta og alltaf með smá dónaskap. Ég hef aldrei skilið það hjá Blikum, það þarf alltaf að koma með dónaskap. Þetta eru menn sem hlusta á þættina, ef þeir vilja vera með dónaskap þá er það bara þeirra,“ sagði Mikael og vitnaði í umræðu á Twitter um ummæli hans.

Mikael fékk veður af því í síðustu viku að Blikar væru ósáttir með ummæli hans.

„Ég heyrði af þessu á föstudag að þeir væru ósáttir með það að ég hefði sagt þetta að þetta væri lélegt að tapa 1-3. Það er eitthvað sem segir mér að Blikarnir hafi sent þetta sjálfir inn á Fótbolta.net. Því Fótbolti.net eins góður og þátturinn okkar er, það er ekki í forgangi hjá þeim að birta fréttir upp úr þættinum okkar. Þessi kom allt í einu inn, við höfum oft verið meira krassandi hluti. Þeir vitna aldrei í okkur og ef það kemur frá okkur þá reyna þeir að vitna í aðra. Ég held að Blikarnir hafi sent þeim þetta, það kallast að vera lítill,“ segir Mikael í þættinum.

„Þeir missa fókus og tapa 5-2 gegn Stjörnunni, að eyða orku í þetta og þá kom leikurinn við Stjörnuna sem þeir tapa. Þetta er svolítið Breiðablik.“

Ræddi við Óskar Hrafn eftir ummælin:

Mikael segir frá því að hann hafi átt samskipti við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Blika eftir að ummælin féllu.

„Ég heyrði í þjálfara Breiðabliks meðal annars, honum fannst þetta óvægin gagnrýni. Ég er glaður með það að Blikar spili sinn fótbolta, ef þeir hefðu breytt í þessum leik þá hefðu þeir ekki tapað svona stórt.“

Í pistil Guðmundar á Fótbolta.net var farið yfir styrkleikalista og fleira í þeim dúr.

„Síðan eru menn að benda á að þeir séu í 65 sæti á styrkleikalista UEFA. Ég ætla að benda á það að Istanbul liðið er svona ofarlega á þessum lista eftir að hafa unnið deildina í Tyrklandi fyrir þremur árum, þar þekktuð þið alla leikmenn liðsins. Demba Ba, Adebayor og fleiri. Þeir enduðu svo í tólfta og fjórða sæti, þeir eru þarna á styrkleikalistanum í dag. FH er efst af íslensku liðunum á þessum lista, eru þeir besta íslenska liðið? FH er sjötíu sætum fyrir ofan Blika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Athyglisverð uppákoma í Frakklandi fyrir leik Íslands

Athyglisverð uppákoma í Frakklandi fyrir leik Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld

Allt að 200 Íslendingar í París í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?