fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Breytt fyrirkomulag í deildarkeppnum á næsta ári – Fimmta og utandeild verða til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ársþingi KSÍ var samþykkt breytt fyrirkomulagi í keppni neðstu deilda karla frá og með keppnistímabilinu 2023. Í stað núverandi 4. deildar kemur ný 4. deild með 10 liðum og ný 5. deild með 16 liðum í tveimur 8 liða riðlum. Önnur lið leika í Utandeildarkeppni KSÍ.

Í 4. deild karla 2023 verður leikin tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Tvö neðstu liðin í 4. deild færast næsta leikár niður í 5. deild og tvö efstu liðin í 4. deild færast næsta leikár upp í 3. deild.

4. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum:

Félögin tvö sem falla úr 3. deild karla 2022 (2 félög).
Öll þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í riðlakeppni 4. deildar 2022, að frádregnum félögunum tveimur sem flytjast í 3. deild 2023, sem verða þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í úrslitakeppni 4. deildar 2022 (8 félög).
5. deild karla

Í nýrri 5. deild karla 2023 spila 16 lið í tveimur 8 liða riðlum. Leikin verður tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Stjórn KSÍ, eftir tillögu frá mótanefnd KSÍ, skiptir félögum í riðla. Að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð í hvorum riðli verður leikin úrslitakeppni tveggja efstu liða í hvorum riðli.

Þau tvö lið sem sigra undanúrslitaviðureign sína leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil 5. deildar og færast næsta leikár upp í 4. deild karla. Neðsta liðið í hvorum riðli 5. deildar færist næsta leikár niður í Utandeild KSÍ.

5. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum (16 félög):

Öll þau félög sem lenda í 3. sæti í A, B, C, D og E riðli 4. deildar 2022 (5 félög).
Öll þau félög sem lenda í sætum 4, 5 og 6 í A, B og C riðlum 4. deildar 2022 (9 félög).
Sigurvegari úr:
– Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti D riðils og 5. sæti E riðils 4. deildar 2022.

-Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti E riðils og 5. sæti D riðils 4. deildar 2022.

-Leiknir verða tveir leikir, heima og heiman. Þar mætast:

Fyrri leikur: E5 – D4 og D5 – E4

Seinni leikur: D4 – E5 og E4 – D5

Utandeild KSÍ

Í Utandeild KSÍ leika þau félög sem ekki komast í Íslandsmót KSÍ. Stjórn KSÍ ákveður keppnisfyrirkomulag í Utandeild KSÍ ár hvert þegar þátttaka liggur fyrir. Tvö efstu liðin í Utandeild KSÍ færast næsta leikár upp í 5. deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið