Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann sakni Sadio Mane sem samdi við Bayern Munchen í sumar.
Mane átti frábær ár hjá Liverpool áður en hann ákvað að semja við Bayernm í sumar fyrir 32 milljónir evra.
Henderson gat varla talað betur um sóknarmanninn sem spilaði í sex ár á Anfield og vann Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina.
,,Ég held að hvaða lið sem er myndi sakna Sadio. Að mínu mati er hann einn besti leikmaður heims og með einn besta karakterinn,“ sagði Henderson.
,,Hann er frábær náungi, hann er alltaf brosandi og að grínast og það er gott að hafa hann á svæðinu. Þetta er mikill missir fyrir okkur en svona er fótboltinn.“
,,Lífið heldur áfram og ég óska honum alls hins besta og vona að hann geri vel hjá Bayern.“