fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Andar köldu á milli Heimis og Óla Jó? – ,,Ég held að hann sé ósáttur að hann hafi opnað þann möguleika“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar mögulega köldu á milli Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar eftir að sá síðarnefndi tók við liði Vals fyrr í sumar.

Fjallað er um málið í hlaðvarpsþætti Dr. Football en Heimir var nýlega rekinn frá Val eftir nokkuð slæmt gengi og Óli Jó ráðinn inn á nýjan leik.

Fyrrum þjálfarinn Arnar Daði Arnarsson ræddi við X-ið síðustu helgi þar sem hann sagði frá köldum kveðjum frá Heimi að núverandi þjálfara Vals, Óla Jó.

Þetta mál var tekið fyrir í Dr. Football fyrir helgi og ræddi Albert Brynjar Ingason stöðuna í samtali við Hjörvar Hafliðason sem er umsjónarmaður þáttarins.

Heimir hefði mögulega fengið meiri tíma til að laga stöðu Vals ef Óli Jó hefði ekki verið klár í að taka við keflinu en hann var einnig fyrr í sumar rekinn frá FH þar sem gengið var slakt.

,,Maður veit ekkert fyrir víst hvað Heimir er að hugsa en það vita það flestir að Valur var að pota í Heimi Hallgríms og svona þegar gekk illa og það gekk ekki svo þeir héldu sig við Heimi. Ég held að Heimir sé ósáttur við það að ef Óli Jó hefði ekki verið klár í að taka þetta hefði hann fengið meiri tíma,“ sagði Albert.

,,Þeir láta hann ábyggilega fara því Óli Jó er tilbúinn að koma inn og hjálpa þeim út tímabilið og þá opnast glugginn í að láta Heimi fara. Ég held að hann sé ósáttur við það að hann hafi opnað þann möguleika fyrir Val að taka hann.“

,,Ég er ekki að segja að hann eigi rétt á að vera fúll yfir þessu en þetta er það sem mér dettur í hug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann

Alberti blöskrar hvernig tekið var á málum í Árbænum um helgina – Hinn ungi Theodór settur í agabann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið