fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Framsókn tapar fylgi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helstu tíðindi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna eru þau að fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 17,3% í síðustu þingkosningum og niður í 15%. Í sögulegu samhengi er fylgi flokksins í könnuninni samt sterkt.

Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 22,1% og lækkar úr ríflega 24% í kosningunum.

Píratar rjúka upp í fylgi, eru með 15% en fylgið var 8,6% í kosningunum. Raunar er það viðvarandi ástand að Píratar séu háir í könnunum og lágir í kosningum.

Samfylkingin er með 13,7% sem er mun hærra en í kosningunum í haust, 9,9%.

Vinstri græn tapa töluverðu fylgi, eru með 8,6% á móti 12,6% í kosningunum.

Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu kosningum, 8,6%.

Flokkur fólksins er með 6,6% en var með 8,9% í kosningunum.

Sósíalistaflokkur Íslands nær að skríða yfir kjörfylgi, 5,3%, en var með 4,1% í kosningunum.

Miðflokkurinn fellur undir kjörfylgi, er í 4,4% en var með 5,5% í kosningunum.

Rétt tæplega helmingur, eða rúmlega 49%, segjast styðja ríkisstjórnina.

 

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?