fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Magnaðir Víkingar unnu sterkan sigur á Lech Poznan

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 20:37

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tók á móti pólska stórliðinu Lech Poznan í Sambandsdeild UEFA á Víkingsvelli í kvöld og vann stórkostlegan 1-0 sigur.

Þó nokkuð var um skakkaföll í liði Víkinga og til að mynda vantaði varnarmanninn reynda, Halldór Smára sem og framherjan stóra og stæðilega Nikolaj Hansen. Þá er liðið að finna taktinn án Kristals Mána Ingasonar sem var á dögunum seldur til Rosenborgar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og ekki að sjá að Víkingar væru minni spámaðurinn eins og haldið var fram fyrir leik kvöldsins.

Ari Sigurpálsson fór á kostum í liði heimamanna og náði oft á tíðum að valda varnarmönnum gestana miklum vandræðum. Að sama skapi stýrði Pablo Punyed miðjunni af miklum sóma.

Það var rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós  og það gerði Ari Sigurpálsson eftir að hafa leikið á nokkra varnarmenn Lech Poznan. Ari lét vaða fyrir utan vítateig gestana og boltinn söng í netinu. Sannkallað flautumark í fyrri hálfleik.

Víkingar mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og fengu álitleg færi til þess að bæta við marki og án þess að gestirnir frá Póllandi yllu þeim miklum vandræðum á móti.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því fóru Víkingar með virkilega sterkan 1-0 sigur af hólmi. Liðin mætast í síðari viðureign einvígisins eftir slétta viku í Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans