fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Kuldi og COVID-19 valda eggjaskorti í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna kalds veðurfars og áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa miklar truflanir orðið á dreifingu eggja í Ástralíu. Svo hart kveður að þessu að sumar stórverslanir eru byrjaðar að skammta egg og miða við tvo bakka á hvern viðskiptavin.

Það gæti því orðið erfitt fyrir marga að fá sér egg og beikon, nú eða baka.

The Guardian segir að einnig hafi dregið úr framleiðslu á mörgum hænsnabúum og það eigi einnig þátt í að lítið framboð sé af eggjum.

Talsmaður samtaka ástralskra eggjaframleiðenda sagði að almennt sé næg eggjaframleiðsla í landinu til að mæta eftirspurn, vandinn í aðfangakeðjunni sé að 2018 hafi lög tekið gildi sem kveða á um að varphænur, sem ekki eru í búrum, verði að geta gengið um utanhúss í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag. Þetta veldur vanda á veturna vegna kulda og skemmri tíma sem dagsbirtu nýtur við.

Búregg eru nú um 40% af eggjasölunni í landinu en 50% koma frá hænum sem ganga lausar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 1 viku

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?