fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 12:48

Myndin umdeilda. Mynd:Spænska jafnréttisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hrundu spænsk stjórnvöld herferð af stokkunum þar sem áhersla er lögð á að allir séu velkomnir á strendur landsins og skipti engu máli hvort þeir séu feitir eða grannir, hávaxnir eða lágvaxnir nú eða bara hvernig sem er. En eftir að nýjar upplýsingar komu fram um myndina sem prýðir auglýsingaherferðina er hægt að efast um að allir séu í raun velkomnir á strendur landsins.

Með myndinni átti sýna konur af öllum stærðum og gera mikið úr fjölbreytileikanum og sýna að allir líkamar séu strandlíkamar.

Konurnar á myndinni eru í baðfötum og eru brosandi á ströndinni. En óhætt er að segja að auglýsingin fari fyrir brjóstið á mörgum. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að það eru bara konur á myndinni og bent hefur verið á að karlar, sem eru með vaxtarlag sem fellur ekki að staðalímyndum, gætu haft ávinning af því að vera með á myndinni.

Og nú hefur enn ein röddin bæst í hóp gagnrýnenda. Það er ein af konunum sem er á myndinni. The Guardian segir að myndin sé gerð út frá ljósmynd af tveimur fyrirsætum án þess að þær hafi gefið leyfi til þess eða fengið greitt fyrir. En ekki nóg með það, teiknarinn ákvað að láta aðra fyrirsætuna ekki vera með gervifót en það er hún með í raunveruleikanum. Það er Sian Green-Lord sem er lengst til vinstri á myndinni. Hún missti fótinn þegar hún varð fyrir leigubíl í New York 2013.

Í samtali við The Guardian sagðist hún ekki geta lýst því hversu reið hún sé vegna málsins: „Það er eitt að nota myndina án leyfis frá mér en það er annað að breyta líkama mínum, líkama mínum með gervifæti . . . Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja, en þetta er meira en bara rangt.“

Arte Mapache, sem gerði myndina, baðst í kjölfarið afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“