Marc Cucurella er búinn að biðja um sölu frá Brighton en hann vill komast til Manchester City áður en enska deildin fer af stað.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en Man City hefur haft áhuga á Cucurella í allt sumar.
Það hefur hins vegar gengið illa hjá félaginu að landa leikmanninum og segir Romano að viðræðurnar gangi hægt fyrir sig.
Bakvörðurinn er sjálfur ákveðinn í því að komast til Englandsmeistarana og hefur nú beðið formlega um að vera seldur.
Samkvæmt Romano er langt í land á milli Man City og Brighton þegar kemur að kaupverði og er óvíst hvort samningum verði náð.