fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dularfull andlát tveggja sádi-arabískra systra í Ástralíu – Flúðu land í öryggið í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 22:00

Asra og Amaal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní síðastliðinn fundust lík systranna Asra Abdullah Alsehli, 24 ára, og Amaal Abdullah Alsehli, 23 ára, í íbúð þeirra í Canterbury í suðvesturhluta Sydney í Ástralíu. Lögreglan telur að andlát þeirra hafi borið að með „grunsamlegum“ hætti og hefur biðlað til almennings um aðstoð.

Daily Mail segir að systurnar hafi flúið frá Sádi-Arabíu til Ástralíu, án fjölskyldu sinnar, 2017.

Claudia Allcroft, rannsóknarlögreglumaður, sagði að talið sé að þær hafi látist snemma í maí eða mánuði áður en rotnandi lík þeirra fundust. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök þeirra var. Hún sagði að lögreglan vildi gjarnan heyra frá fólki sem hafi þekkt eitthvað til systranna eða vitað eitthvað um þær og líf þeirra.

Húsvörður í fjölbýlishúsinu, þar sem þær bjuggu, sem hafði samband við lögregluna um miðjan mars vegna matar sem hafði verið skilin eftir í sameigninni. Lögreglan kannaði þá með systurnar og var ekki annað að sjá en þær hefðu það gott og ekki þótti þörf á að grípa til neinna aðgerða.

En þann 7. júní fundust lík þeirra í íbúðinni og voru farin að rotna ansi mikið. Ástæðan fyrir að kannað var með systurnar var að þær höfðu ekki greitt húsaleigu í fjórar vikur og póstur hrúgaðist upp fyrir framan dyrnar hjá þeim.

Lögreglan segir að engir augljósir áverkar hafi verið á líkum þeirra og engin ummerki um að brotist hafi verið inn í íbúðina.

Eins og áður sagði flúðu þær til Ástralíu 2017, þegar þær voru 18 og 19 ára. Þær nutu aðstoðar yfirvalda í fimm ár og fengu aðstoð við að sækja um hæli. Þær voru að sögn ekki í reglulegu sambandi við ættingja sína í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“