fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Lengjudeildin: HK á toppinn – Þór í þægilegri stöðu eftir sigur í Grindavík

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 21:10

Úr leik hjá HK árið 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK er komið á toppinn í Lengjudeild karla eftir leik við Gróttu á heimavelli sínum í kvöld, Kórnum.

Leikur kvöldsins var spennandi en Grótta komst yfir með marki frá Gabríeli Hrannari Eyjólfssyni í fyrri hálfleik.

Ásgeir Marteinsson jafnaði metin fyrir HK á 35. mínútu og skoraði Stefán Ingi Sigurðarson svo sigurmark í þeim síðari.

HK er með 31 stig á toppnum eftir 14 umferðir og er einu stigi á undan Fylki sem er í öðru sæti.

Þór er þá komið í ansi þægilega stöðu í fallbaráttunni eftir 2-1 sigur á Grindavík.

Alexander Már Þorláksson gerði bæði mörk Þórsara í Grindavík og er liðið nú með 17 stig í 10. sætinu.

KV og Þróttur Vogum eru í fallsætunum með aðeins átta og fimm stig.

HK 2 – 1 Grótta
0-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson (’12)
1-1 Ásgeir Marteinsson (’35)
2-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’60)

Grindavík 1 – 2 Þór
0-1 Alexander Már Þorláksson (’16)
0-2 Alexander Már Þorláksson (’21)
1-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (’82)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Í gær

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Í gær

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen