fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Segja að Heimir hafi ekki svarað símtölum Óla Jó – „Eins dauði er annars brauð“

433
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni sem þjálfari Vals á dögunum. Heimir tók við Val eftir að félagið ákvað að framlengja ekki samning Ólafs haustið 2019.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir frá því í Þungavigtinni í dag að Heimir hafi ekki svarað Ólafi er sá síðarnefndi reyndi að hringja í hann.

„Hann reyndi að hringja í Heimi Guðjónsson en hann svaraði ekki. Óli Jó ætlaði að ræða við hann en það var bara ekkert svar,“ segir Kristján í þættinum.

Heimir tók við af Ólafi sem þjálfari FH á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara orðin hringavitleysa,“ segir Kristján. „En eins dauði er annars brauð.“

Valur hefur valdið vonbrigðum í Bestu deild karla í sumar og er í fimmta sæti með 21 stig eftir fjórtán umferðir.

Ólafur stýrði liði FH fyrr í sumar en var látinn fara eftir slæmt gengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Í gær

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið