fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Martinez orðinn leikmaður Manchester United – Skrifaði undir 5 ára samning

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martinez hefur skrifað undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Martinez, sem er miðvörður að upplagi gengur til liðs við félagið frá Ajax. Hann var einnig orðaður við Arsenal á sínum tíma.

Martinez hefur undanfarin þrjú tímabil spilað fyrir Ajax þar sem hann lék meðal annars undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag.

,,Það er heiður að vera orðinn leikmaður Manchester Untied. Ég hef lagt mikið á mig í gegnum tíðina svo þessi stund gæti orðið að veruleika. Nú mun ég bara leggja ennþá harðar að mér. Ég hef verið það heppinn að vera hluti af mörgum sigursælum liðum og ætla að halda því áfram hjá Manchester United. Til þess að það gerist þurfum við að leggja hart að okkur en ég hef fulla trú á því að við, ásamt knattspyrnustjóranum náum því takmarki,“ sagði Martinez eftir að hafa skrifað undir 5 ára samning við Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Í gær

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið